Friday, September 27, 2013

Loksins föstudagur

Nú eru krakkarnir búnir að vera í skólanum síðan 20 ágúst og ég er enn að deyja úr þreytu.
Þvílík vinna að koma þeim út.
Skólabílinn hans Matta fer 7.21 am og þarf ég að vakna kl 6.40 og undirbúa nesti fyrir hann og fylgja honum svo í skólabílinn.

Matthías er ekkert ánægður með skólann vegna þess að kennarinn leyfir þeim bara að fara út x2 í viku og hann þjáist að fara í skólann vegna þess.
Ég talaði við kennarann um þetta en nei, hún getur sko ekki breytt þessu.
Ég hef gefið Matta möguleika á að skipta um bekk, nei hann vill það ekki.
Þannig að svona verður þetta út skólaárið.  Andvarp.

Helga og Eva byrja í skólanum kl 9
Eva frá 9 til 12
Helga frá 9 til 4.15.

Helga labbar með vinkonum sínum heim eftir skóla, rosa gaman.  Hún elskar skólann.

Helga fer svo 3 til 4x í viku á sundæfingu frá 4.30 til 5.30
Hún vill það
Ég er ekki að pína hana að fara.  Sundæfingarnar eru í hverfislauginni okkar.  Mjög hentugt.
Stundum fer ég og Eva með og leikum okkur í sundi, Eva leikur við krakkana þar og ég kjafta við mömmurnar. Skemmtilegt eftir langan dag , liggja á bekk og kjafta við skemmtilegt fólk.

Ég og vinkona mín skiptumst á að sækja Evu og vinkonu hennar í skólann kl 12.
Rosalega gott að fá að sleppa stundum að sækja og fá aðeins meiri tíma fyrir sjálfan sig.
Tíminn líður svo hratt.

Eva og vinkona hennar Bella fara svo í fimleika á fimmtudögum kl 3.15.
Þá kemur Matti með og leikur við vini sína úti á leikvelli meðan við mömmurnar sitjum inni í loftkælingunni og tölum saman og hlægjum.
Ég skil svo Matta og Evu eftir , og vinkona mín keyrir þau heim um 5pm
Ég þarf að fara fyrr og vera til staðar fyrir Helgu sem kemur heim 4.30 og keyri hana beint í sund.

Matthías er í skátunum á þriðjudagskvöldum frá 6.30 til 7.45 pm.
Eva vill oft koma með.
Endum alltaf á að leika á róló eftir skátafund.  Rosalega gaman.
komin heim um 8pm það kvöldið.

Matti mun svo byrja í fótbolta x1 í viku, miðvikudaga eða fimmtudaga.  Hef ekki hugsað hvernig ég fer að því vegna þess að Einar er að skera upp alla virka daga og er stundum kominn heim milli 6 og 8pm.

Það mun leysast.

En vikurnar líða svo hratt hér í Flórída.
VIð erum enn að bíða eftir svari hvert við munum flytja sumarið 2014.
Spennandi.

Vinkona Helgu ætlar að gista í kvöld og tveir vinir Matta ætla einnig að gista í kvöld.
Verður fjör hjá okkur.
Veit að Helga vill horfa á myndina Grease.

Góða helgi elskurnar.
1 comment:

Erla said...

flottar myndir! og góða helgi sömuleiðis xxx