Saturday, October 19, 2013

Búum í yndislegu hverfi í Tampa.

Um 4.30 pm alla daga þá fara krakkarnir út á róló sem er í göngufæri frá húsinu okkar.
Þar leika alltaf um 8 til 15 krakkar fram til 7.30 pm.  Fara yfirleitt heim á milli og flýta sér að borða kvöldmatinn og koma svo út aftur.

Kvöldmaturinn í okkar fjölskyldu er oftast um 6.30 pm og fólkið sem er frá Indlandi og Suður Ameríku finnst við borða ótrúlega snemma.  Þau sögðu mér að kvöldmaturinn þeirra sé yfirleitt um 8 pm.

Já skemmtilegt þetta líf.
Ekki eru allir eins.
video

Sótti vinkonurnar Evu og Bellu eftir skóla í hádeginu

og fórum og fengum okkur ís í tilefni þess að það er alltaf sól í Flórída.


Gleymdi að taka mynd af fallega ísnum okkar.

xoxoxo
GG

Thursday, October 3, 2013

Við fórum til Spokane, WA

í sumar.  Einar fór í atvinnuviðtal þar.

Ég var sko ekkert spennt þegar hann minntist á að við gætum flutt til Spokane.  Vissi ekki einu sinni að þessi staður væri til.  

Nokkrum vikum áður höfðum við farið til Virgina beach í atvinnuviðtal og þangað stefndi hugur minn.

Þegar við vorum mætt til Spokane þá féll ég kylliflöt fyrir staðnum.  Vá hvað það er fallegt þarna.  Leið eins og ég ætti heima þar. Fannst líka yndislegast í heimi að losna við rakann sem fylgir okkar við að búa í Tampa, Flórída.  Við töluðum um að við gætum loksins andað aftur.  Sérstaklega var ég ánægð með að geta labbað berfætt á mjúku grasinu en í FLórída er grasið mjög þykkt og óþægilegt, tala nú ekki um alla ógeðslegu rauðmaurana sem bíta mann hér í Tampa.  Ekkert svoleiðis í elsku Spokane. 

 

Börnin voru líka þvílíkt ánægð með þetta ferðalag.

Spokane er í Whasingtonfylki, en við kíktum líka til Idaho, aðeins 20 mín akstur frá miðbæ Spokane.
Á stað sem heitir Coeur d´alene ( vá hvernig er hægt að muna þetta nafn).
Ótrúlega fallegur staður.

Vinur okkar og eiginkona hans eru flutt til Spokane en hann ólst upp rétt hjá þessum fallega stað í Idaho. En við kynntumst þeim þegar við bjuggum í Vermont (flókið)  Rétt eftir að við vorum lent frá Tampa og búin að kíkja á hótelið okkar þá brunuðum við til Idaho að hitta vini okkar.

Krakkarnir voru yfir sig hrifnir af að kíkja og fá að leika við þetta fallega vatn.  Þau eru harðákveðin að vilja flytja til Spokane og vilja ekki að við hugsum um Virgina beach.

Verð nú að játa það að eina sem hræðir mig ef við flytjum til Spokane er veturinn.  Langur og kaldur.
Gætum samt skroppið bara til Hawaii ef okkur verður of kalt .

Hér eru svo nokkrar myndir frá þessu fallega vatni.

 Yndislegi Levy sem við kynntumst í Vermont/NH Fallegt. Er það ekki.
 Helga nýbúin að hoppa fram af klettinum.  Mjög hugrökk.
 Þurftum að klífa kletta til þess að finna besta staðinn að hoppa fram af klettunum í vatnið.  Ískalt vatnið en yndi.

Það er svo yndislegt þarna, ég hef ákveðið að ef við flytjum ekki þangað næsta sumar þá förum við alla vega þangað í frí.

Wednesday, October 2, 2013

yesss, Halloween er alveg að koma.

finnst október svo skemmtilegur mánuður, og er þetta í annað sinn sem við upplifum október í Flórída.
Yndislegt veðrið.  Frábært hverfið sem við búum í , þ.e. mjög gaman fyrir krakkana að hlaupa á milli húsa og segja trick or treat.

Þegar við bjuggum í Vermont þá var það bara happ og glapp hvernig veðrið mundi vera, stundum var ógeðslega kalt á Hrekkjarvökunni og þá þurfti maður að klæða krakkana í hlý föt og troða svo búningnum yfir.
Eigum sko ekki við þetta vandamál að stríða hér í Flórída.
Sakna samt að búa í Vermont og upplifa allar árstíðir, en leið og það er kominn vetur þá finnst mér æðislegt að búa hér í Flórída.Hrekkjarvaka verður 31 október og eru krakkarnir byrjaðir að plana hvað þau vilja vera þann daginn/kvöld.

Við horfum einnig á margar bíómyndir í tilefni Hrekkjarvökunnar, verð að fara að panta þær á Netflix.

Um daginn kíktum við í Target að skoða Hrekkjarvökudót.


 Gaman að þessu dóti.

 Silly kids
 Gaman að máta mismundandi hatta.

Evu langar svo rosalega að vera Einhyrningur á Hrekkjarvökunni. ;)

Friday, September 27, 2013

Loksins föstudagur

Nú eru krakkarnir búnir að vera í skólanum síðan 20 ágúst og ég er enn að deyja úr þreytu.
Þvílík vinna að koma þeim út.
Skólabílinn hans Matta fer 7.21 am og þarf ég að vakna kl 6.40 og undirbúa nesti fyrir hann og fylgja honum svo í skólabílinn.

Matthías er ekkert ánægður með skólann vegna þess að kennarinn leyfir þeim bara að fara út x2 í viku og hann þjáist að fara í skólann vegna þess.
Ég talaði við kennarann um þetta en nei, hún getur sko ekki breytt þessu.
Ég hef gefið Matta möguleika á að skipta um bekk, nei hann vill það ekki.
Þannig að svona verður þetta út skólaárið.  Andvarp.

Helga og Eva byrja í skólanum kl 9
Eva frá 9 til 12
Helga frá 9 til 4.15.

Helga labbar með vinkonum sínum heim eftir skóla, rosa gaman.  Hún elskar skólann.

Helga fer svo 3 til 4x í viku á sundæfingu frá 4.30 til 5.30
Hún vill það
Ég er ekki að pína hana að fara.  Sundæfingarnar eru í hverfislauginni okkar.  Mjög hentugt.
Stundum fer ég og Eva með og leikum okkur í sundi, Eva leikur við krakkana þar og ég kjafta við mömmurnar. Skemmtilegt eftir langan dag , liggja á bekk og kjafta við skemmtilegt fólk.

Ég og vinkona mín skiptumst á að sækja Evu og vinkonu hennar í skólann kl 12.
Rosalega gott að fá að sleppa stundum að sækja og fá aðeins meiri tíma fyrir sjálfan sig.
Tíminn líður svo hratt.

Eva og vinkona hennar Bella fara svo í fimleika á fimmtudögum kl 3.15.
Þá kemur Matti með og leikur við vini sína úti á leikvelli meðan við mömmurnar sitjum inni í loftkælingunni og tölum saman og hlægjum.
Ég skil svo Matta og Evu eftir , og vinkona mín keyrir þau heim um 5pm
Ég þarf að fara fyrr og vera til staðar fyrir Helgu sem kemur heim 4.30 og keyri hana beint í sund.

Matthías er í skátunum á þriðjudagskvöldum frá 6.30 til 7.45 pm.
Eva vill oft koma með.
Endum alltaf á að leika á róló eftir skátafund.  Rosalega gaman.
komin heim um 8pm það kvöldið.

Matti mun svo byrja í fótbolta x1 í viku, miðvikudaga eða fimmtudaga.  Hef ekki hugsað hvernig ég fer að því vegna þess að Einar er að skera upp alla virka daga og er stundum kominn heim milli 6 og 8pm.

Það mun leysast.

En vikurnar líða svo hratt hér í Flórída.
VIð erum enn að bíða eftir svari hvert við munum flytja sumarið 2014.
Spennandi.

Vinkona Helgu ætlar að gista í kvöld og tveir vinir Matta ætla einnig að gista í kvöld.
Verður fjör hjá okkur.
Veit að Helga vill horfa á myndina Grease.

Góða helgi elskurnar.